Beint í efni

Ný fjósgerð í prófun

05.12.2015

Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun á aðbúnaði kúa og alltaf eru að koma fram nýjungar sem bæta aðbúnaðinn og velferð kúnna. Það nýjasta sem hefur gerst á þessu sviði er tilurð svokallaðra velferðarsvæða í fjósum, en það eru lítil framleiðslusvæði þar sem kýr og kvígur eru hafðar í fyrstu vikurnar og allt upp í 100 daga eftir burð í sérstökum athugunarhóp. Nú er það svo að alltaf koma fram nýjar hugmyndir um hönnun fjósa, en hvort hugmynd Hollendingsins Chris Bomers frá Groenlo nái almennri útbreiðslu er óvíst.

 

Chris þessi hefur nefninlega gróðurhús fyrir kýrnar sínar þar sem þær geta gengið innan um runna og blómapotta sér til ánægju. Chris nefnir hugmyndina “Kúagarðinn” (Cow garden). Sem stendur eru 20 kýr í tilraunaaðlögun í garðinum en aðal vandamálið virðist vera að koma skítnum frá kúnum í burtu þar sem gólfið er allt slétt þó gúmmílagt sé. Til þess er notaður sérstakur sköfuróbóti sem skefur skítinn upp í tank og skilar svo í þar til gerð niðurföll.

 

Sjón er svo sannarlega sögu ríkari, en hægt er að sjá myndband hér á YouTube/SS.