Beint í efni

Ný bók um fóðrun nautgripa

08.10.2010

Í haust kom út verulega endurbætt útgáfa af bókinni „Kvægets fodring“ eða „Fóðrun nautgripa“ sem margir kúabændur á Íslandi þekkja. Bókin kom fyrst út árið 1994 og var svo endurútgefin árið 2001 með þónokkrum breytingum. Útgáfan nú er mikið breytt og aðlöguð að nýjum tímum með myndrænni uppsetningu og lesendavænlegri framsetningu. Þrátt fyrir að bókin sé full af gagnlegum upplýsingum, m.a. úr helstu fóðurrannsóknum síðustu 10 ára, eru í henni ýmsar sérhæfðar danskar upplýsingar sem ekki henta hér á landi. Þó er full

ástæða til þess að mæla með notkun bókarinnar, en rétt að taka fram að hún er skrifuð á dönsku eins og titillinn ber með sér.

 

Höfundar bókarinnar eru fimm sérfræðingar frá nautgriparæktarsviði Þekkingarseturs landbúnaðarins (VFL – Kvæg) og er hægt að kaupa bókina í bóksölu VFL hér: www.landbrugsforlaget.dk