Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nútíma kúreki?

15.08.2016

Hann er frumlegur kúrekinn sem vísindamenn við háskólann í Sydney í Ástralíu hafa þróað en um sjálfvirkan þjarka er að ræða og er honum ætlað að smala bæði nautgripum og fé, á afskektum svæðum Ástralíu, yfir á svæði með betri beit. Þjarkurinn er enn sem komið er bara til í einu eintaki og segja hönnuðurnir að nokkuð muni líða þar til hann verður í boði fyrir almenna bændur.

 

Þjarkurinn hefur hlotið nafnið SwagBot og hefur hann verið prófaður við mismunandi aðstæður og reynst vel eins og sjá má af meðfylgjandi myndbandi. Hvort SwagBot myndi standast íslenska náttúru skal ósagt látið um en hann virðist nú fyrst og fremst vera hannaður fyrir rennisléttar steppur en ekki kargaþýfi svo dæmi sé tekið. Hugmyndin er hins vegar áhugavert og hver veit nema einhverskonar sjálfvirkni verði nýtt til þess að smala í framtíðinni, hvort það verði tæki eins og SwagBot eða t.d. einhverskonar flýgildi. Smelltu hér til þess að sjá myndbandið sem sýnir SwagBot við vinnu sína/SS.