Beint í efni

Nú vantar þá nautakjöt!

01.02.2012

Norski smjörskorturinn alræmdi frá því í desember sl. hefur nú haft þau áhrif að nú vantar einnig nautakjöt á norska markaðinn! Skýringin er einfaldlega fólgin í því að kúabændurnir halda nú lengur í kýrnar sínar svo framleiða megi meiri mjólk og þar með vantar gripi í slátrun sem er all óvenjulegt á þessum árstíma segja norskir fjölmiðlar.

 

Nortura, stærsta samvinnufélag um slátrun í Noregi, á venjulega all nokkrar birgðir af norsku nautakjöti í desember og janúar en nú eru kælarnir tómir. Neytendur verða varir við þetta ástand með þeim hætti að innflutt nautakjöt sést nú meira í verslunum en áður/SS.