Beint í efni

Nú gefa búðirnar mjólkina!

09.03.2005

Verðstríð lágvöruverðsverslana hefur nú náð hámarki (lágmarki) en sumar búðir eru farnar að gefa mjólkina samkvæmt heimildum LK. Hreint tap verslana nemur því um 65 krónum á hvern lítra mjólkur að frádregnum virðisaukaskatti og að teknu tilliti til hámarksafsláttar sem veittur er. Að jafnaði eru seldir hérlendis um

80-100 þúsund lítrar af ný- og léttmjólk daglega og að því gefnu að um helmingur þeirrar sölu sé í lágvöruverðsverslunum (áætlun) nemur tap verslana því um 3 milljónum króna vegna mjólkur“sölunnar“ einnar og sér.