Notkun holdanautasæðis sú minnsta um árabil
10.01.2006
Í gær voru uppfærðar tölur um sölu holdanautasæðis árið 2005. Alls voru seldir 815 skammtar sem er svipað og á sl. ári (836). Mest var selt úr Álfi 95401 eða 286 skammtar og 226 skammtar úr Anga 95400. Úr honum hafa verið seldir flestir skammtar frá upphafi, eða 6.256. Notkun á holdanautasæði hefur farið ört minnkandi undanfarin ár. Til samanburðar var hún 2.433 skammtar árið 2000, hefur því minnkað um 2/3 á aðeins fimm árum. Þetta sýnir hversu svigrúm bænda er lítið, vegna gríðarlegar endurnýjunarþarfar mjólkurkúastofnsins. Ennfremur endurspeglar þessi þróun stöðuna á kjötmarkaði sl. ár.
Þú getur skoðað tölur um notkun á holdanautasæði með því að smella hér