Beint í efni

Nota andadráttinn til að staðfesta fang!

13.06.2019

Fyrirtækið Agtech er nú að þróa nýja aðferð við „fangskoðun“ en tækið byggir á sömu tækni og er notuð til að meta það hvort ökumenn hafi neytt áfengis eða ólöglegra vímuefna! Þetta nýja tæki, sem kallast Agscent, er sagt geta gjörbreytt daglegum rekstri búa enda hefur hingað til þurft að bíða í all nokkurn tíma eftir því að geta fangskoðað kýr af öryggi.

Þetta nýja tæki er sagt einstaklega nákvæmt og getur greint ólíkar sameindir á stuttum tíma og breytingarnar á samsetningu þeirra, sem einmitt gerist þegar kýr festa fang. Tækið getur því greint fangið mun fyrr en núverandi tækni getur, og í því felst auðvitað stórkostlegt tækifæri fyrir bændur. Tækið er þó enn á þróunarstigi en hefur þegar verið prófað á tilraunabúi og þar gekk allt samkvæmt áætlun. Það gæti því verið stutt í að hefðbundnar fangskoðanir heyri sögunni til/SS.