Beint í efni

Norskir neytendur hvattir til að sneiða hjá norskri mjólk

23.07.2003

Nýverið ákváðu norsku bændasamtökin að stórefla áróður gegn Evrópusambandsaðild Noregs. M.a. verða sett upp námskeið fyrir bændur til að verða betri til rökræðna um málið. Þrátt fyrir að meginþungi herferðarinnar verði ekki fyrr en í vetur, eru viðbrögð þegar farin að sjást s.s. frá ungliðum í Höyres-flokknum. Hann hvetur nú neytendur til að sneiða hjá norskum mjólkurvörum.

 

Sérstaklega er í þessu sambandi verið að vísa til vara frá Tine, sem er langstærsta mjólkurafurðastöð í Noregi og samvinnufélag bænda. Ástæða þess að flokkurinn beinir spjótum sínum að Tine er m.a. sá að þegar bændur börðust síðast sem harðast á móti Evrópusambandsaðild árið 1994, þá gáfu samvinnufélög bænda um 600 milljónir króna til auglýsinga og útgáfu gegn aðild að ES. Torbjörn Röe, varaformaður ungliðahreyfingarinnar, hvað málið skýrt: „Í hvert skipti sem neytendur kaupa mjólkurafurðir frá Tine, eru þeir í raun að styðja baráttuna gegn ES“.

 

Ekki liggja fyrir viðbrögð frá Tine enn sem komið er.