Beint í efni

Norska SpermVital í stórsókn

20.11.2015

Fyrir fimm árumtók norska ræktunarfélagið Geno í notkun sérstaka meðhöndlun á sæði sem kallað er SpermVital en meðferðin felst í því að draga úr hreyfigetu sáðfrumanna við djúpfrystingu og með því spara sáðfrumurnar orku og lifa því lengur við sæðingu eða úr u.þ.b. 24 klst. í 48 klst. Þessi aðferð hefur reynst afar vel og nú hafa frændur okkar í Noregi stofnað dótturfyrirtæki Austurríki og ætla að selja þarlendum kúabændum SpermVital sæði úr Fleckvieh nautum.

 

Norðmennirnir veðja svo sannarlega á hið nýstofnaða fyrirtæki í Austurríki og hafa bæði staðið fyrir ráðstefnum og fagfundum til þess að kynna nýjung sína. Átakið hefur þegar skilað frábærum árangri en um 300 kúabændur, sem flestir sæða kýr sínar sjálfir, hafa þegar sýnt þessari nýjung mikinn áhuga. Lykilskýringin á bak við áhugann er ekki einungis þessi áhugaverða aðferð heldur einnig sú staðreynd að nú er til sölu í Austurríki sæði úr Rumgo, þeirra lang þekktasta kynbótanauti. Rumgo er 13 ára gamall og stendur enn fyrir sínu að sögn heimamanna.

 

Hægt er að lesa nánar um SpermVital í eldri fréttum og umfjöllunum hér á naut.is með skrifa SpermVital í leitargluggann hér á síðunni/SS.