Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Norsk rannsókn: mjaltaþjónar borga sig ekki

26.03.2016

Ný norsk rannsókn, sem unnin var af norsku hagfræðistofnuninni NIBIO, sýnir að það að vera með mjaltaþjón sparar vinnu í fjósi sem nemur um 10 klukkustundum á árskúna í samanburði við bú með mjaltabása. Þá mjólka kýr í norskum mjaltaþjónafjósum 700 kílóum meira en kýr sem mjólkaðar eru í mjaltabásum. Hins vegar sýnir rannsóknin að notkun mjaltaþjóna er kostnaðarsamari aðferð við að mjólka kýr, en sé mjaltabás notaður og að það borgi sig sjaldnast að vera með mjaltaþjón.

 

Þessar niðurstöður koma reyndar ekki á óvart enda til margar aðrar sambærilegar sem sýna sömu niðurstöður, þ.e. að ekki sé til dýrari aðferð til þess að mjólka kýr með. Þessi rannsókn er þó áhugaverð fyrir okkur Íslendinga enda eru norsku mjaltaþjónabúin að jafnaði nokkuð nærri okkar búum að stærð, en flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið á hagkvæmni mjaltaþjóna hafa verið gerðar á mun stærri búum. Á það er bent í niðurstöðunum að mjaltaþjónn auki sveigjanleika bænda til þess að sinna kúnum sínum en þeir verði þó að gera sér grein fyrir því að sá sveigjanleiki komi fram í verri afkomu búanna. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér niðurstöðurnar má lesa þær hér (á norsku)/SS.