Norrmejerier stækkar
02.09.2015
Við heyrum ekki oft getið um sænska afurðafélagið Norrmejerier, en það stendur sig þó all vel og fyrir ári síðan tók félagið í notkun stækkaða framleiðsluaðstöðu fyrir ost sinn sem kallast Västerbottenost. Ostur þessi nýtur mikilla vinsælda og því var einboðið að stækka framleiðsluaðstöðuna í fyrra en kostnaðurinn við framkvæmdina nam nærri fjórum milljörðum króna. En félagið var hvergi nærri hætt í nýframkvæmdum og nú, nærri ári síðar, er verið að taka næsta skref í ostaframleiðslunni með opnun á endurbættri framleiðsluaðstöðu í afurðastöð Norrmejerier í bænum Umeo.
Í hinni nýju aðstöðu verða framleiddir og unnir ostarnir Herrgård, Präst og Greve en ein af nýjungunum við vinnsluna er notkun á leiser og sérstakan hátíðnihníf til þess að skera ostana! Nýja vinnslusvæðið kostaði sitt, eða rétt um 3 milljarða króna, en var nauðsynlegt skref til þess að gera Norrmejerier samkeppnishæft til lengri tíma segir í fréttatilkynningu félagsins/SS.