Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Norrænir bændur álykta um sýklalyfjaónæmi

20.10.2015

Norrænir bændur sendu eftirfarandi ályktun til ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála á Norðurlöndunum og til Norðurlandaráðsins í síðustu viku:

Við fögnum sameiginlegri yfirlýsingu ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála um sýklalyfjaónæmi frá aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar. Sameiginleg rödd Norðurlandanna innan ESB og EES hefur mikið vægi.

Mjög breytileg notkun sýklalyfja í búfjárrækt í Evrópu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað tillögur að lögum um dýralyf og lyfjablandað dýrafóður. Í tillögunum er lögð áhersla á að bæta aðgengi að dýralyfjum með því að efla innri markað, en einnig er fjallað um þá lýðheilsuáhættu sem felst í þoli gegn sýklalyfjum. Það er mikið áhyggjuefni fyrir Norðurlöndin að sjá að tillagan gerir enn ráð fyrir notkun sýklalyfja í forvarnaskyni gegn sjúkdómum, sem þýðir að enn verður leyfilegt að meðhöndla dýrahópa sem ekki hafa verið sjúkdómsgreindir eða sýna engin merki sjúkdóma. Notkun sýklalyfja til að fyrirbyggja sjúkdóma er ekki leyfð á Norðurlöndunum og það bann er álitið eitt mikilvægasta verkfærið til að tryggja ábyrga notkun sýklalyfja.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) birti nýlega ársskýrslu sína, þar sem fram kemur að notkun fúkalyfja í búfjárrækt er mjög breytileg eftir svæðum í Evrópu. Á Norðurlöndunum er notkunin umtalsvert minni en í öðrum löndum.

Notkun sýklalyfja í sjúkdómsvarnaskyni ætti ekki að leyfa
Misjöfn sýklalyfjanotkun á milli Evrópulandi bendir til þess að reglubundin notkun þeirra í sjúkdómsvarnaskyni tíðkist í mörgum löndum á ákveðnum tímabilum í lífi dýra.

Við hvetjum ráðherrana eindregið að beina því til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að ekki skuli leyfa notkun sýklalyfja í sjúkdómsvarnaskyni í tillögum um dýralyf og lyfjablandað fóður. Þetta er mikilvægt skref til þess að tryggja ábyrga notkun sýklalyfja í framtíðinni.

Helena Jonsson, Lantbrukarnas Riksförbund
Sindri Sigurgeirsson, Bændasamtök Íslands
Juha Marttila, MTK
Lars Petter Bartnes, Norges Bondelag
Martin Merrild, Landbrug & Fødevarer