Beint í efni

Norræna byggingaráðstefnan hefst á morgun

06.09.2005

Á morgun hefst í Reykholti í Borgarfirðir norræn byggingaráðstefna en á ráðstefnunni er fjallað um hönnun fjósa og fjárhúsa á Norðurlöndunum og stendur ráðstefnan fram á laugardag. Þátttakendur á ráðstefnunni eru 50 og þar af eru íslenskir þátttakendur 7, 11 frá Svíþjóð, 21 frá Noregi, 3 frá Finnlandi og 8 frá

Danmörku.

 

Eftirtaldir sitja ráðstefnuna fyrir hönd Íslendinga:

Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir, Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóri á Stóra-Ármóti, Torfi Jóhannesson, héraðsráðunautur BúVest, Magnús Sigsteinsson, landsráðunautur í Bútækni, Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK, Unnsteinn Snorri Snorrason, deildarstjóri búrekstrardeildar KB og Maríanna Helgadóttir, sölumaður Mjólkurfélagi Reykjavíkur.