Norður Írar snjallir
22.04.2013
Það má með sanni segja að Norður-Írar séu snjallir en nýverið hélt sendinefnd á þeirra vegum til Rússlands með það að leiðarljósi að opna fyrir viðskiptamöguleika. Ferð þessi var skipulögð af opinberum aðilum og skilaði góðum árangri fyrir marga, m.a. kúabændur. Afurðastöð þeirra Dale Farm sem er í eigu United Dairy Farmers, stærsta félags kúabænda í Norður-Írlandi, gerði einka viðskiptasamning um sölu á ostinum Dromona til borgarinnar St. Petersburg.
Virði samningsins er reyndar ekki nema 1 milljón evra (um 155 milljónir íslenskra króna) en varðar leiðina fyrir stóraukinn innflutning mjólkurafurða frá Dale Farm til Rússlands. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á verulega markaðssókn á erlenda markaði og gefur þessi samningur áætlunum þeirra mikinn byr/SS.