Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Norðmenn verja landbúnaðinn af hörku

22.10.2012

Í sumar hækkaði norska ríkisstjórnin tolla á innflutt matvæli til þess að verja heimamarkaðinn og landbúnaðinn í landinu. Ákörðunin náði til meðal annars til innfluttra osta og smjörs en auk þess margskonar annarra landbúnaðarafurða. Þessi ákvörðun kom einfaldlega til vegna aukins innflutnings, sem hafði komið niður á norskum landbúnaði.
 
Ríkisstjórnin tók þó nýverið út fyrir sviga 14 tegundir af ostum eftir harða gagnrýni frá neytendasamtökunum. Þetta eru allt sérostar sem fá s.s. að vera um stund í lægra tollaþrepi en allt eru þetta heimfrægir ostar s.s. Gamle Ole frá Danmörku, Parmesan frá Ítalíu, Saint Albray frá Frakklandi, Manchego frá Spáni og Vesterbotten frá Svíþjóð. Þessir ostar verða eins og fyrr segir í lægri tollflokki, en í honum eru lagðar eru á ostana 575 krónur á hvert kíló/SS.