Beint í efni

Norðmenn rannsaka frjálsar fitusýrur í íslenskri mjólk

03.02.2005

Samstarfsverkefni Landssambands kúabænda, Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Landbúnaðarháskólans um rannsókn á magni frjálsra fitusýra í mjólk hófst formlega nú í byrjun vikunnar með því að tekin voru mjólkursýni hjá bændum og afurðastöðvum. Sýnin voru send til Noregs þar sem þau verða rannsökuð á rannsóknarstofu þarlends mjólkuriðnaðar. Vænta má fyrstu niðurstaðna þessa verkefnis fyrir sumarbyrjun.