
Norðmenn fylgjast vel með ESB-málum
28.09.2011
Sjö manna hópur frá norska landbúnaðarráðuneytinu kom til fundar við starfsmenn BÍ í Bændahöllinni á dögunum. Tilefnið var að ræða þau mál sem efst eru á baugi í íslenskum landbúnaði og ræða stöðu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Farið var yfir afstöðu Bændasamtakanna til málsins og varnarlínur í ESB-viðræðunum ræddar í þaula. Nokkrir í norska hópnum höfðu starfað að samningagerð fyrir norska bændur á sínum tíma þegar Noregur var í aðildarviðræðunum um miðjan tíunda áratuginn og miðluðu af reynslu sinni. Sem kunnugt er felldu Norðmenn samninginn og standa utan Evrópusambandsins í dag.
Hópurinn hyggst einnig heimsækja ráðuneyti hér á landi og kynna sér störf bænda á Suðurlandi. Á myndinni hér undir eru Norðmennirnir ásamst Eiríki Blöndal framkvæmdastjóra BÍ og Ernu Bjarnadóttur hagfræðingi samtakanna.

Hópurinn hyggst einnig heimsækja ráðuneyti hér á landi og kynna sér störf bænda á Suðurlandi. Á myndinni hér undir eru Norðmennirnir ásamst Eiríki Blöndal framkvæmdastjóra BÍ og Ernu Bjarnadóttur hagfræðingi samtakanna.
