Beint í efni

Norðmenn einhenda sér í fósturvísaframleiðslu

09.11.2017

Seinnipartinn í október tók stjórn norska ræktunarfyrirtækisins Geno ákvörðun um að stórauka fósturvísaframleiðslu fyrirtækisins. Tilgangurinn er fyrst og fremst að efla kynbótastarfið með norska kúakynið NRF en vinnuhópur Geno hefur unnið að sérstakri framkvæmdaáætlun um fósturvísaframleiðslu síðan í janúar. Sem hluta af þessu verkefni hefur Geno keypt hátt metnar kvígur og er ætlunin að sæða þær með úrvalsnautum og skola svo úr þeim fósturvísum.

Samkvæmt útreikningum þessa vinnuhóps Geno má auka ræktunarframfarir NRF kúakynsins um 20% með því að slá saman bæði úrvali á grunni erfðamengis og með því framleiðslu á fósturvísum. Tilgangurinn með fósturvísaframleiðslunni er fyrst og fremst að auka fjöldann á fæddum nautkálfum sem svo nýtast hugsanlega í ræktunarstarfinu/SS.