Beint í efni

Norðmenn dæla peningum í rannsóknir á lífrænni framleiðslu

03.03.2011

Bioforsk, sem er rannsóknarstofnun í norskum landbúnaði, hefur nú fengið fjármögnun upp á  nærri 600 milljónir íslenskra króna til rannsóknaverkefna í lífrænni framleiðslu. Verkefnin eru all fjölbreytt en stærst þeirra er rannsóknarverkefni í gróffóðurframleiðslu og hagkvæmni en alls verður 250 milljónum íslenskra króna í þær rannsóknir! Þá verður lögð sérstök áhersla á lífrænar sjúkdómavarnir og leiðir til þess að forðast smit.

 

Undanfarin ár hefur sala á lífrænum vörum stigið í Noregi en

lengi vel var neyslan þar minni en í nágrannalöndunum. Þessi áhersla Norðmanna á lífrænar rannsóknir endurspeglar þá þróun sem átt hefur sér stað í samfélaginu og vilja ráðamanna til áherslubreytinga í framleiðslu norskra vara.

 

Heimild: Oikos