Beint í efni

Norðlenska og SAH afurðir hækka verðskrár sínar

29.08.2022

Norðlenska og SAH afurðir á Blönduósi tilkynntu í dag um hækkun á verðskrám í nautakjöti til bænda og er hún afturvirk til og með 15. ágúst sl. 

 

Í Ungnautakjötinu (UN) hækkuðu allir flokkar yfir 250 kg. Um 10% meðan allir flokkar UN undir 250 kg. hækka um 8,5%. Þetta er dugleg hækkun, en hækkanir undanfarið hafa að mestu verið á betri flokkana meðan sérstaklega undir 200 kg. Flokkar UN kjöts hafa staðið í stað. 

 

Þá hækka allir ungkýrnar (KU) um 5%. Kýr og naut standa í stað. 

 

Áfram halda því þær verðhækkanir sem hafa verið að eiga sér stað síðan í vor. 

Verðskrá hefur verið uppfærð og má sjá hér