
Norðlenska og SAH Blönduósi hækka afurðaverð
04.05.2023
Norðlenska og SAH á Blönduósi hækkuðu afurðarverð til bænda 25 apríl sl.
UN gripir milli 200 og 250 kg. hækka um tæpt 1% meðan gripir yfir 250 kg hækka um 4,1% að meðaltali.
Ungkýr (KU) hækka um 10-15% í sínum flokkum.
Kýrkjöt (K) og naut (N) hækkar ekki.
Þá er rétt að benda á breytingar hjá sláturleyfishöfum á heimtökugjöldum, flutningsgjöldum ásamt uppfærslu á símanúmerum í nýrri verðskrá.
Þessar upplýsingar hafa verið uppfærðar í verðskránni, sem komin er á netið og má finna hér.