Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Norðlenska lækkar verð fyrir nautgripi

05.10.2020

Nú verðskrá fyrir nautgripi hjá Norðlenska tekur gildi í dag, mánudaginn 5. október. Verðlækkun er á ungneytum, ungum kúm og kúm ásamt því að þyngdarflokkar fyrir ungneyti fara úr tveim í þrjá. Áður var miðað við undir og yfir 250 kíló en nú er skipt í undir 200 kíló, milli 200-249 kíló og yfir 250 kíló.

Ef miðað ef við eldri verðskrá Norðlenska frá 3.2.2020 er breytingin eftirfarandi:

  • UN <200 kg =  6,3-19,7% verðlækkun
  • UN 200-249 kg P-,P,P+ = 7,6-8,4% verðlækkun
  • KU <200 kg = 3,8-4% verðlækkun
  • KU >200 kg = 1,7-1,8% verðlækkun
  • K <200 kg P-,P,P+ = 21,4-22,9% verðlækkun
  • K <200 kg O-,O,O+ = 0,5-1,9% verðlækkun
  • K >200 kg P-,P,P+ = 10,7% verðlækkun
  • K >200 kg O-.O,O+ = 1-1,2% verðlækkun

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að við gerð nýrrar verðskrár hafi verði „leitast við að hreyfa sem minnst við bestu flokkum nautakjöts í þeirri von að breytingarnar hafi lítil áhrif á þá framleiðendur sem eru að einbeita sér að nautakjösframleiðslu.  Staðan á markaði fyrir nautakjöt hefur verið erfið og samkeppni harðnandi.  Mikill samdráttur hefur verið í sölu á stóreldhúsamarkaði á árinu og ákveðið oframboð á markaði hefur valdið því að verð á framleiðsluvörum hefur gefið eftir.  Breyting á verðskrá því nauðsynleg svo unnt sé að framleiða vörur á samkeppnishæfu verði við núverandi markaðsaðstæður.“

Er þetta fjórða verðlækkunin sem bændur fá á sig undanfarinn mánuð en áður höfðu KS, SS og SAH tilkynnt um lækkun hjá sér. Búið er að uppfæra verðskrár sláturleyfishafa hér á naut.is í samræmi við þessar breytingar. Þar geta bændur borið saman verðskrár allra sláturleyfishafa og hvetjum við eindregið til þess.