Beint í efni

Norðlenska, Kaupfélag V-Hún. og Borgarnes kjötvörur hækka verð

04.08.2004

Nú hafa þrjú sláturhús til viðbótar bæst í hóp þeirra sláturleyfishafa sem hafa hækkað afurðaverð á nautgripakjöti til bænda. Bæði Norðlenska og Borgarnes kjötvörur hafa jafnframt lækkað þyngdarmörk innan UN 1 flokksins, en Kaupfélag V-Hún. hefur engin þyngdarmörk. Flestir sláturleyfishafar hafa nú hækkað verð á nautgripakjöti til bænda og samkvæmt heimildum LK eru fyrirhugaðar breytingar hjá þeim sem enn hafa ekki tilkynnt LK um verðbreytingar.

 

Smelltu hér til að skoða gildandi verðskrá sláturleyfishafa