Beint í efni

Norðlenska hækkar verð til kúabænda

28.07.2005

Norðlenska hf. hefur nú hækkað verð til kúabænda á nautgripum og greiðir eftir hækkunina hæsta verð í 6 flokkum og þriðja hæsta verðið í heildina samkvæmt reiknilíkani LK. Í dag var líkanið uppfært með nýjum meðalfallþungatölum (júní 2005) og við breytinguna varð nokkur breyting á listanum. Sláturhúsið Hellu hf. vermir nú efsta sætið, en sláturhús KS, Norðlenska og SS koma þétt á eftir Hellu og er munurinn innan við 1.000 krónur af heildarútreikningi eða 0,1%. Hægt er að skoða verðskrá sláturleyfishafa og/eða skoða niðurstöður reiknilíkans með því að smella hér.