Norðlenska hækkar verð á nautgripakjöti til bænda
30.05.2002
Í morgun hækkaði Norðlenska verð á nautgripakjöti til bænda. Verð á öllum betri flokkum nautgripakjöts hækkaði en lélegri flokkar eru óbreyttir.
Eftir verðbreytinguna munar nokkuð miklu á verði sláturleyfishafanna á betri flokkum nautgripakjöts og má fastlega búast við viðbrögðum frá öðrum sláturleyfishöfum í kjölfar þessara verðbreytinga hjá Norðlenska.
Sjá nánar: Verð sláturleyfishafa