Beint í efni

Norðlenska greiðir uppbót 9 kr/kg á innlegg síðasta ársþriðjungs 2010

12.04.2011

Norðlenska hefur ákveðið að greiða 9 kr./kg. uppbót á haustslátrun dilka 2010. Auk þess var tekin ákvörðun um að greiða 9 kr./kg. uppbót á innlegg svínakjöts, nautakjöts og nautgripakjöts hjá Norðlenska fyrir tímabilið 1. september til 31. desember 2010. Greitt verður inn á bankareikninga bænda 15. apríl næstkomandi.

 

„Það er batnandi afkoma vegna útflutnings dilkakjöts sem leggur grunnin að þessari greiðslu,“ segir Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska. „Við viljum einnig sýna viljann í verki og styðja aðrar búgreinar með álagsgreiðslu – teljum það sanngirnissjónarmið,“ segir Sigmundur.

 

Vefur Norðlenska