Norðlenska greiðir 33 milljónir í uppbót
09.03.2012
Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða bændum 2,2% uppbót á allt innlegg ársins 2011. Uppbótin verður greidd út í næstu viku, alls um 33 milljónir kr. án virðisaukaskatts. Þetta á við um allar búgreinar, þannig að allir bændur sem leggja inn hjá Norðlenska fá greitt./BHB