Norðlenska greiðir 2,8% uppbót á innlegg ársins 2012
07.03.2013
Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða bændum 2,8% uppbót á allt innlegg ársins 2012. Uppbótin verður greidd út á morgun, föstudaginn 8. mars. Þetta á við um allar búgreinar þannig að allir bændur sem leggja inn hjá Norðlenska fá greitt.
Rekstur Norðlenska var með ágætum á síðasta ári sem var það næst besta í sögu félagsins. Hagnaður félagsins á árinu var 188,5 milljónir króna.
„Bændur, innleggjendur, sem flestir eru hluthafar í félaginu, eiga sinn þátt í þessum árangri og með því að greiða þeim uppbót erum við að sýna þeim þakklætisvott fyrir þeirra framlag,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska.
www.nordlenska.is greindi frá.