Nordisk Byggetræf haldið á Íslandi í haust
03.06.2005
Nordisk Byggetræf er ráðstefna sem haldin er til skiptis á Norðurlöndunum annað hvert ár. Þar koma saman helstu hönnuðir, ráðgjafar og rannsóknamenn á sviði landbúnaðarbygginga á Norðurlöndunum á þriggja til fjögurra daga fundi með blöndu af fræðilegum erindum, reynslusögum og vettvangsferðum. Í ár verður Nordisk Byggetræf á Íslandi, en þetta er í fjórða sinn sem fundurinn er haldinn.
Framkvæmdastjóri fundarins á Íslandi er Torfi Jóhannesson en auk hans sitja í undirbúningsnefnd Snorri Sigurðsson og Magnús Sigsteinsson.
Dagskrá og skráningareyðublöð eru á heimasíðu ráðstefnunnar: www.lbhi.is/bygge