Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nordisk byggetræf á Íslandi

08.09.2015

Á morgun, á Hótel Örk í Hveragerði, hefst norræna ráðstefnan Nordisk byggetræf 2015. Nordisk byggetræf er nafn á ráðstefnu sem haldin er annað hvert ár og er þema hverrar ráðstefnu hönnun fjósa, fjárhúsa og hesthúsa. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en hún ferðast á milli Norðurlandanna og var síðast haldin hér árið 2005. Líkt og áður mæta á ráðstefnuna allir helstu útihúsa-byggingahönnuðir Norðurlandanna og í ár eru 64 skráðir þátttakendur.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, setur ráðstefnuna í fyrramálið en svo hefst í kjölfarið þriggja daga ráðstefna þar sem blandað er saman bæði faglegum erindum og skoðunarferðum og heimsóknum. Á dagskrá ráðstefnunnar eru mörg einkar áhugaverð erindi m.a. um alþjóðleg viðmið varðandi hýsingu á bæði mjólkur- og holdakúm, um hönnun velferðarsvæða fjósa, um djúpa legubása, um hönnun holdakúafjósa og aðstöðu fyrir gripi í kjötframleiðslu, hönnun fjárhúsa í Noregi og á Íslandi, um hönnun hesthúsa og reiðhalla sem og undirlags í reiðhöllum og um uppbyggingu ráðgjafastarfs við útihúsahönnun svo eitthvað sé tekið til.

 

Eins og áður segir sækja 64 ráðstefnuna sem skiptast þannig á milli Norðurlandanna: frá Íslandi koma 11, frá Danmörku 12, frá Finnlandi 3, frá Noregi 24, frá Svíþjóð 12 og 2 frá Færeyjum 2/SS.