
Non-GMO vottuð mjólk sækir hratt á
24.05.2017
Í Þýskalandi kom á markað í fyrra drykkjarmjólk sem var vottuð „Non-GMO“, þ.e. mjólk frá kúm sem hafa ekki fengið erfðabreytt fóður eða fóðurefni. Þessi mjólk hefur selst gríðarlega vel og nú er svo komið að flest afurðafélög hafa ákveðið að byrja með vörulínur sem eru vottaðar „Non-GMO“. Nefna má dæmi um Arla sem hefur tilkynnt að félagið muni innan tíðar skipta út allri sinni drykkjarmjólk með vottaðri „Non-GMO“ mjólk og muni einnig fljótlega bjóða upp á margar mjólkurvörur sem verða „Non-GMO“ vottaðar. Þá hefur nýsjálenska félagið Fonterra hafið útflutningi á mjólkurvörum sem eru vottaðar „Non-GMO“ svo öllum má vera ljóst hvert stefnir í þessum efnum.
Fonterra er það félag sem hefur í dag gengið lengst og er nú hægt að fá hjá Fonterra bæði mjólkurfitu, mjólkurduft, osta og mjólkurprótein sem er vottað „Non-GMO“. Að sögn talsmanna Fonterra er eftirspurnin mikil, m.a. frá stórverslunum eins og Whole Foods Market í Bandaríkjunum, sem m.a. selur íslenskt skyr í samkeppni við þessar vottuðu „Non-GMO“ mjólkurvörur.
Þar sem það er Uppstigningardagur á morgun verður vefurinn næst uppfærður föstudaginn 26. maí/SS.