Beint í efni

Nokkur orð um endurskoðun sauðfjársamnings

28.02.2019

Nú stendur yfir kosning um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Endurskoðun samningsins átti að fara fram árið 2019 en var flýtt um eitt ár í ljósi erfiðrar stöðu sauðfjárbænda.  Það er óhætt að segja að samningurinn sem var undirritaður í 19. febrúar 2016 og byrjað að starfa eftir 1. Janúar 2017 hafi ekki fengið mikinn byr í seglin.  Hann var umdeildur frá upphafi og tók þar að auki gildi  á sama tíma og hér varð stjórnlaust hrun í afurðaverði og algjör brestur í afkomu bænda. Það er ekki ætlunin að rekja hér þær aðgerðir sem LS hefur unnið að frá því að aðstæður á erlendum mörkuðum fóru að gefa eftir haustið 2016 með tilheyrandi falli á afurðaverði.  Reyndar hafði sú þróun þegar komið fram árið 2015 en hún beit ekki bændur fyrr en afurðaverð haustið 2016 komu fram.
Á aðalfundi samtakana vorið 2018 voru lagðar þær megin línur sem lagt var upp með í samningaviðræðum við ríkið.  Samningaviðræðurnar hófust í ágúst og lauk í desember.  Samkomulag um endurskoðun sauðfjársamnings var síðan undirrituð 11. Janúar 2019.  Samkomulagið er nú búið að kynna fyrir bændum og þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um það. Hér á eftir verður farið yfir helstu liði samkomulaginu og nokkur atriði sem upp hafa komið á fundum og samtölum við bændur síðustu daga.