Beint í efni

Nokkuð dregur úr innvigtun

21.09.2007

Innvigtun mjólkur í sl. viku í samlög innan SAM var 2.186.740 lítrar. Á undanförnum vikum hefur dregið nokkuð úr framleiðslunnui og má án efa rekja það til óhagstæðs tíðarfars nú í september. Nokkuð hefur því dregið saman með síðustu vikum í samanburði við sömu vikur á síðasta ári. Að jafnaði hefur framleiðslan verið rúmlega 170 þús. lítrum meiri á viku en í fyrra, en í sl. viku var hún einungis 87 þús. lítrum meiri en í sambærilegri viku fyrir ári.

Í þessu samhengi ber að geta þess að september 2006 var mjög hlýr, t.a.m. var hiti 2,3 gráðum yfir meðaltali mánaðarins bæði á Akureyri og Höfn í Hornafirði.

 

Þróun framleiðslunnar má sjá með því að smella r.

 

 

Heimild: Veðurstofa Íslands