Beint í efni

Nokkrir eða margir?

19.09.2009

Á bls. 6 í Morgunblaðinu í dag er frétt undir fyrirsögninni „Margir kúabændur stefna í gjaldþrot“. Í fréttinni er rætt við undirritaðan um fjárhagsstöðu kúabænda. Ástæða er til að gera alvarlegar athugasemdir við fyrirsögnina, þar sem hún er í engu samhengi við inngang fréttarinnar, þar sem segir að „Margir kúabændur eru í erfiðri stöðu vegna skulda og í nokkrum tilfellum virðist gjaldþrot óumflýjanlegt“ (leturbreyting mín).

Eiga fyrirsagnir ekki að vera lýsandi fyrir efni og innihald frétta?