Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nóbelsverðlaunahafar drekka mjólk!

04.04.2013

Í nýlegum pistli í vísindatímaritinu Practical Neurology er þeirri athyglisverðu staðreynd varpað fram að þjóðir þar sem mjólkurneysla er almenn og mikil,  framleiða jafnframt  mikið af nóbelsverðlaunahöfum. Rannsakendurnir skoðuðu gögn um mjólkurneyslu eftir löndum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og komust að því að Svíar, sem hafa eignast 33 nóbelsverðlaunahafa á hverja 10 milljón íbúa, neyta einna mest allra þjóða af mjólkurvörum á ári og svipaða sögu er að segja af Svisslendingum. Kínverjar á hinn bóginn neyta mjög lítils magns mjólkurvara og státa einfaldlega ekki af einum einasta nóbelsverðlaunahafa fyrir hverja 10 milljón íbúa.

Ísland var nú ekki nefnt í rannsókninni en við eigum auðvitað okkar nóbelsverðlaunahafa og ef miðað er við höfðatöluna frægu styðja okkar niðurstöður kenninguna, þar sem við getum uppreiknað okkar nóbelsverðlaunahafa í a.m.k. 30 fyrir hverja 10 milljón íbúa, og erum við engir aukvisar þegar kemur að mjólkurdrykkju heldur, eins og flestir vita.

 

Linthwaite S, Fuller GN. Milk, chocolate and Nobel prizes. Pract Neurol 2013: 13, 63.