Beint í efni

Níu fyrirlestrar komnir á vefinn

18.02.2013

Nú er níundi fyrirlesturinn í Veffræðslu LK kominn á heimasíðuna en að þessu sinni er það hann Grétar Hrafn Harðarson, dýralæknir og tilraunastjóri á Stóra-Ármóti, sem fjallar um framleiðslusjúkdóma í mjólkurframleiðslu og leggur hann sérstaka áherslu á efnaskiptasjúkdómana yfirgripsmiklu erindi sínu.
 
Nú hafa 184 aðilar fengið aðgengi að Veffræðslukerfi Landssambands kúabænda, sem er afar jákvætt og þakkarvert að svo margir hafi áhuga á þessu verkefni. Ekki er alveg ljóst hvaðan allir koma sem beðið hafa um aðgengi en fljótt á litið virðist samsetningin á þessum hóp vera þannig:

 

140 notendur eru frá lögbýlum
17 eru ráðgjafar í landbúnaði
8 eru söluaðilar landbúnaðarvara
5 eru dýralæknar
4 eru kennarar LbhÍ
3 eru nemendur LbhÍ
7 eru svo ekki flokkaðir!

 

Næsta erindi í Veffræðslu LK verður eftir eina viku en þá mun Unnsteinn Snorri Snorrason bútæknifræðingur fjalla um nýjungar í fóðrunartækni.

 

Ef þú ert nú þegar með aðgengi (lykilorð) að Veffræðslukerfi LK, þá getur þú smellt hér til þess að komast á undirsíðuna með öllum fyrirlestrunum. Ef þig vantar enn lykilorð, sendu okkur þá tölvupóst á skrifstofa@naut.is og þú færð sent til baka innan tveggja daga lykilorð. Ef þú getur ekki sent tölvupóst, þá getur þú einnig hringt á skrifstofu LK og óskað eftir lykilorði þar (s. 569-2237)/SS.