Beint í efni

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark í mjólk 1. apríl 2016

01.04.2016

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. apríl 2016 skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði  krónur 210 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Alls bárust Matvælastofnun 30 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. 2 tilboð reyndust ógild.

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu = 13
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup = 15
  • Greiðslumark sem boðið var fram = 804.676 lítrar.
  • Greiðslumark sem óskað var eftir = 1.485.000 lítrar.
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða = 724.676 lítrar.
  • Kauphlutfall viðskipta er 92,91% 

Á meðfylgjandi mynd má sjá niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. apríl 2016. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 210 kr./l. eins og áður segir. 

 

 

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 210,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Verðið hækkaði um 35 kr/ltr frá síðasta markaði sem haldinn var 1. nóvember sl. er það var 175 kr/ltr./BHB