Beint í efni

Niðurstöður skýrsluhaldsins í Danmörku

24.11.2011

Niðurstöður danska skýrsluhaldsins fyrir framleiðsluárið 2010-2011 liggja nú fyrir. Samkvæmt því hefur meðalbúið stækkað um 6 árskýr frá fyrra ári og er nú 148 árskýr. Jersey búin eru áfram stærst (bústærð árið áður í sviga), með 155 árskýr (147), bú með Dansk Holstein, svartskjöldóttu kýrnar, eru að jafnaði með 144 árskýr (139) og býli sem halda RDM, rauðu dönsku kýrnar, eru að jafnaði með 101 árskú (94). Þróunin í átt að sífellt færri og stærri búum heldur því áfram. Heildar kúafjöldinn hefur undanfarin ár verið nokkuð stöðugur í kringum 560.000 kýr. Stærsta búið er með 1.250 árskýr og 35 bú er með fleiri en 500 árskýr. Heildarfjöldi búa er 3.920 talsins, fyrir 25 árum voru þau 32.000.

Meðalnyt lækkaði milli ára hjá öllum kynjunum þremur, úr 9.070 kg á síðasta ári niður í 8.919 kg. Skýringin á því er sögð sú að maísvotheyið frá haustinu 2010, sem er uppistaðan í gróffóðri danskra mjólkurkúa, var mun lakara en venja er til. Þá hefur aukning á mjólkurkvóta landsins haft þau áhrif að fleiri kýr voru látnar mjólka lengur en annars væri./BHB

 

Niðurstöður skýrsluhaldsins í Danmörku