Beint í efni

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

12.09.2011

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst hafa nú verið birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

Niðurstöðurnar eru þær helstar að 22.080,2 árskýr mjólkuðu 5.334 kg síðustu 12 mánuðina. Hæsta meðalnyt var í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.079 kg, næsthæstu meðalafurðir voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, 7.948 kg og þriðja búið í röðinni er Reykjahlíð á Skeiðum en þar voru meðalafurðirnar 7.935 kg.

Nythæsta kýrin síðustu 12 mánuðina var Systa 361 á Syðri-Bægisá með 12.394 kg nyt, önnur í röðinni var Treyja 387 í Hrepphólum með 11.474 kg og hin þriðja var Stygg 318 í Gunnbjarnarholti en hún mjólkaði 11.469 kg á tímabilinu.