Beint í efni

Niðurstöður skýrsluhalds í júní

11.07.2011

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir júní 2011 hafa nú verið birtar á vefnum og má sjá þær nánar hér. Helstu niðurstöður eru þær að meðalnyt 21.360 árskúa á skýrslum er 5.335 kg og meðalfjöldi árskúa á skýrsluhaldsbúunum er 36,5.

Hæsta meðalnyt er á búinu Reykjahlíð á Skeiðum, 7.834 kg á árskú. Næsta bú í röðinni er Kirkjulækur en þar eru meðalafurðir árskúa 7.823 kg. Hóll í Sæmundarhlíð er hið þriðja í röðinni, með samsvarandi nyt 7.796 kg á árskú. Nythæsta kýr síðastliðna 12 mánuði er Hófý 400 í Keldudal í Hegranesi með 11.690 kg mjólkur. Önnur í röðinni er Grása 438 í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með 11.487 kg og sú þriðja er Blíða nr. 1151 á búi Lífsvals í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu en nyt hennar sl. 12 mánuði er 11.398 kg.

Niðurstöður skýrsluhaldsins