Niðurstöður kosningar á aðalfundi LK 2006
12.04.2006
Á aðalfundi LK voru eftirtaldir einstaklingar kosnir til trúnaðarstarfa á vegum Landssambands kúabænda:
Kosning formanns
Formaður uppstillinganefndar Magnús Sigurðsson gerði grein fyrir þeirri tillögu nefndarinnar að Þórólfur Sveinsson verði formaður til eins árs. Þórólfur var kjörinn með 26 atkvæðum, Sigurður Loftsson fékk 1 atkvæði. Auðir seðlar voru 2.
Kosning meðstjórnenda
Formaður uppstillingarnefndar Magnús Sigurðsson leggur til að meðstjórnendur verði Sigurður Loftsson, Egill Sigurðsson, Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhannes Ævar Jónsson. Jóhannes fékk 29 atkvæði, Guðný 27 atkvæði, Sigurður 26 atkvæði, og Egill 26 atkvæði. Sex aðrir fengu eitt atkvæði. Stjórnin er því óbreytt.
Kosning varamanna.
Tillaga formanns uppstillinganefndar Magnúsar Sigurðssonar var að Gunnar Jónsson og Guðrún Lárusdóttir yrðu varamenn til eins árs.
Kosning fór þannig að Gunnar hlaut 27 atkvæði, Guðrún 14 atkvæði, aðrir fengu færri.
Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs og eins til vara.
Tillaga um Magnús Hannesson og Pétur Diðriksson, einnig að Valdimar Guðjónsson verði varamaður þeirra.
Borið upp og samþykkt með lófaklappi.
Fulltrúakosning á Búnaðarþing til þriggja ára.
Formaður uppstillinganefndar gerði tillögu um að eftirtalin yrðu kosin. Birna Þorsteinsdóttir, Gunnar Jónsson, Kristín Linda Jónsdóttir, Þórólfur Sveinsson og Sigurður Loftsson.
Kosning fór þannig að Birna fékk 22 atkv. Gunnar J. fékk 27 atkv. Kristín Linda fékk 24 atkv. Sigurður fékk 25 atkv. og Þórólfur fékk 26 atkv.
Tillaga um fimm varamenn á Búnaðarþing.
Formaður uppstillinganefndar gerði tillögu um að eftirtaldir yrðu kosnir: Jóhannes Ævar Jónsson, Þórarinn Leifsson, Valdimar Guðjónsson, Pétur Diðrikssson og Skúli Einarsson.
Niðurstaða kosningar var eftirfarandi.
1. varamaður. Jóhannes Ævar Jónsson 21 atkv.
2. varamaður. Skúli Einarsson, 19 atkv.
3. varamaður. Pétur Diðriksson, 16, atkv. vann Valdimar á hlutkesti
4. varamaður. Valdimar Guðjónsson, 16 atkv.
5. varamaður. Þórarinn Leifsson, 13 atkv.