Niðurstöður kosninga á aðalfundi Landssambands kúabænda
28.03.2011
Niðurstöður kosninga á aðalfundi Landssambands kúabænda sl. laugardag voru eftirfarandi:
Kosning formanns: Atkvæði greiddu 40 og hlaut Sigurður Loftsson 37 atkvæði, 3 seðlar voru auðir.
Kosning til stjórnar: Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, 38 atkvæði, Sveinbjörn Sigurðsson, Búvöllum, 38 atkvæði, Jóhann Nikulásson, Stóru-Hildisey 2, 35 atkvæði og Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði, 29 atkvæði. Aðrir fengu færri atkvæði.
Stjórn mun skipta frekar með sér verkum á fyrsta fundi á nýju starfsári sem haldinn verður fljótlega.
Varamenn í stjórn: Jóhanna Hreinsdóttir, Káraneskoti, 33 atkvæði og Guðrún Lárusdóttir, Keldudal, 20 atkvæði. Aðrir fengu færri atkvæði.
Tillaga uppstillinganefndar um Pétur Diðriksson, Helgavatni og Katrínu Birnu Viðarsdóttir, Ásólfsskála sem skoðunarmenn reikninga var samþykkt með lófaklappi.