Niðurstöður greiningar á Seleni væntanlegar
19.05.2005
Rannsóknarverkefni Landbúnaðarháskólans um magn af Seleni í heysýnum fyrri ára er nú brátt lokið. Að sögn Tryggva Eiríkssonar, fóðurfræðings hjá Landbúnaðarháskólanum, er þessa dagana verið að leggja lokahönd á greiningarnar. Mikil eftirvænting er víða vegna þessara greininga, enda er það álit margra að skortur á Seleni í fóðri kúa geti verið áhrifavaldur á kálfavanhöld.