Beint í efni

Niðurstöður efnagreininga á áburðarsýnum Áburðarverksmiðjunnar

05.03.2012

Svofelld tilkynning hefur borist frá Áburðarverksmiðjunni:

 

Fyrsti áburðarfarmur á þessu ári, undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar er á leið til landsins. Framleiðandi áburðarins erlendis, hefur látið óháðan eftirlitsaðila, Inspectorate taka sýni og mæla innihald einstakra næringarefna og innihald Kadmíums. Niðurstöður efnamælinganna liggja nú þegar fyrir.

Líkt og niðurstöður mælinga á síðasta ári sýndu, er áburðurinn í ár sömuleiðis að standast öll próf samkvæmt meðfylgjandi niðurstöðum.

Við hvetjum alla áburðarkaupendur til þess að kynna sér niðurstöður mælinganna.

 

 

Niðurstöður mælinga á áburðarsýnum frá Áburðarverksmiðjunni