Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Niðurstöður búreikninga 2011 komnar út

04.10.2012

Niðurstöður búreikninga árið 2011 eru komnar út. Þær eru með sama sniði og tíðkaðist hjá Hagþjónustu landbúnaðarins, sem hefur verið lögð niður, en eru að þessu sinni gefnar út af Landbúnaðarháskóla Íslands. Ingibjörg Sigurðardóttir sá um úrvinnslu og uppgjör gagna. Skýrsluna má nálgast í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér neðst í pistlinum.  

 

Helstu niðurstöður í rekstri sérhæfðra kúabúa (bú sem hafa að lágmarki 70% af reglulegum tekjum af nautgripaafurðum) árið 2011, auk samanburðar við rekstrarárið 2010, eru sem hér segir:

 

Alls eru búreikningar frá 138 búum lagðir til grundvallar samanburðaruppgjörs fyrir sérhæfð kúabú (sömu bú) fyrir árin 2010 og 2011. Bústærð er að meðaltali 41,0 mjólkurkýr 2011 samanborið við 41,1 mjólkurkýr 2010. Innlagðir mjólkurlítrar eru að meðaltali 205.872 á bú árið 2011; sem er örlítil aukning á milli ára. Greiðslumark stendur nánast í stað á milli ára og er 193.798 lítrar að meðaltali 2011. Búgreinatekjur hækka úr því að vera 26.009 þúsund kr. á árinu 2010 í 28.442 þúsund kr. 2011, eða um 9,4%. Framlegð nemur 17.446 þúsund kr. og hækkar um 6,5%.

 

Hagnaður fyrir vexti, fjármagnsliði og óreglulegar tekjur er 9.149 þúsund kr. og nemur hækkunin 6,6% á milli ára. Hagnaður er 13.112 þúsund kr. árið 2011 samanborið við 3.976 þúsund kr. árið
2010. Vaxtagjöld voru 915 þúsund kr. árið 2010 en eru -3.451 þúsund kr. árið 2011 [neikvæð vegna leiðréttingar lána].

 

Fjárfestingar eru 3.247 þúsund kr. árið 2011 og eru 30,6% hærri en árið á undan. Um 80% fjárfestinga á kúabúum eru vegna kaup á vélum og tækjum og í greiðslumarki (bæði árin). Veltufjármunir lækka á milli ára, eru 2.407 þúsund kr. 2011. Fastafé lækkar úr 33.106 þúsund kr. 2010 í 31.596 þúsund kr. 2011 og bókfærðar eignir alls lækka þannig úr 35.620 þúsund kr. 2010 í 34.003 þúsund kr., árið 2011 eða um 4,5%. Skuldir lækka, fara úr 69.250 þúsund kr. árið 2010 í 56.978 þúsund kr. árið 2011; lækkun nemur 17,7%. Höfuðstóll fer úr -33.631 þúsund kr. á árinu 2010 í -22.975 þúsund kr. 2011.

 

Niðurstöður búreikninga 2011

Viðaukar búreikninga 2011