Beint í efni

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni í janúar 2013

11.02.2013

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni fyrir janúar 2013, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is. Nánar má skoða þær hér.

Þegar þær voru teknar út úr kerfinu, á miðnætti þ. 10. febrúar höfðu 94% skráðra skýrsluhaldara skilað skýrslum. Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.695,2 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.634 kg á síðustu 12 mánuðum.

Hæsta meðalnytin á á tímabilinu var á búi Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós, 8.145 kg á árskú. Næst á eftir var bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði, þar reiknaðist meðalnytin 8.086 kg eftir árskú. Þriðja búið í röðinni var bú Helga Bjarna Steinssonar á Syðri-Bægisá í Öxnadal en meðalnytin þar var 7.658 kg á árskú. Þetta eru sömu búin og voru efst á þessum lista í síðasta mánuði og röðin á þeim er einnig hin sama.

Á 24 búum fór meðalnytin í 7.000 kg eftir árskú og þar yfir og á fyrrnefndum tveim efstu búunum yfir 8.000 kg markið.

Nythæsta kýrin á tímabilinu var Varúð nr. 299 í Miðdal í Kjós en hún mjólkaði 13.265 kg. Næst í röðinni var Urður nr. 1229 á Hvanneyri í Borgarfirði og mjólkaði hún 12.951 kg. Þriðja nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Huppa nr. 352 í Kálfagerði í Eyjafirði en nyt hennar var 12.353 kg. Blúnda í Leirulækjarseli sem var nr. 3 seinast, var nú nr. 4. Alls náðu 16 skýrslufærðar kýr að fara yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum. Af þessum 15 mjólkuðu 5 yfir 12.000 kg og ein yfir 13.000 kg.

Niðurstöður skýrsluhaldsins