Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í september

15.10.2012

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok september 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.614,2 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.618 kg sl. 12 mánuði, sem er 15 kg lægri nyt en reiknaðist í síðasta uppgjöri. Ástæður þess geta verið ýmsar en ef til vill hefur hretið sem gekk yfir í september sín áhrif og einnig getur verið að þurrkarnir í sumar, sem drógu úr grænfóðuruppskeru hafi sitt að segja, en rétt er að fullyrða varlega um þá hluti.

Hæsta meðalnytin við lok september var í Miðdal í Kjós, 7.815 kg á árskú en það bú var nr. 3 á listanum í ágúst. Næst á eftir kom búið á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en meðalnytin þar var 7.766 kg á árskú. Þriðja búið í röðinni var á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði en þar var samsvarandi nyt 7.762 kg en þar voru hæstar meðalafurðir í ágúst. Sömu bú voru í þrem efstu sætunum í ágúst og september en röðin breyttist. Á 19 búum fór meðalnytin í 7.000 kg eftir árskú og þar yfir en á 22 búum í mánuðinum á undan.

Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var hin sama og næstu átta mánuði á undan, Blíða nr. 1151 í Flatey á Mýrum, A-Skaft., nyt hennar síðastliðna 12 mánuði var 13.385 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Blúnda nr. 335 í Leirulækjarseli á Mýrum í Borgarbyggð, en hún mjólkaði 13.285 kg. og var í fjórða sæti á þessum lista í ágúst. Hin þriðja á listanum í septemberlok 2012 var Vitra nr. 622 í Reykjahlíð á Skeiðum í Árnessýslu, sama kýr og í síðasta mánuði. Hún mjólkaði 13.046 kg sl. 12 mánuði. Alls náðu 10 skýrslufærðar kýr að fara yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum en þær voru 16 í ágúst. Af þessum 10 mjólkuðu 4 yfir 12.000 kg og þrjár yfir 13.000 kg en engin náði yfir 14.000 að þessu sinni.

Niðurstöður skýrsluhaldsins