
Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í ágúst
11.09.2012
Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok ágúst 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 595 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.891,8 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.633 kg sl. 12 mánuði, sem er 9 kg hærri nyt en reiknaðist í síðasta uppgjöri. Hæsta meðalnytin við lok júlí var á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 7.884 kg eftir árskú en þar voru einnig hæstar meðalafurðir í mánuðinum á undan. Næst á eftir kom búið á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en þar var nytin 7.666 kg en það bú var einnig nr. 2 síðasta mánuði. Þriðja búið á listanum var í Miðdal í Kjós en þar voru meðalafurðirnar 7.730 kg eftir árskú, en það bú var einnig í þriðja sæti í síðasta mánuði þannig að nú hefur röð þriggja hæstu búanna ekki breyst frá uppgjörinu á undan.
Blíða trónir enn á toppnum
Á 22 búum fór meðalnytin yfir 7.000 kg eftir árskú en á 21 búi í mánuðinum á undan. Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var hin sama og næstu sjö mánuði á undan, Blíða nr. 1151 í Flatey á Mýrum, A-Skaft., nyt hennar síðastliðna 12 mánuði var 14.276 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var einnig kýr í Flatey, Laufa nr. 1089, en hún mjólkaði 12.794 kg og var í þriðja sæti á þessum lista í júlí. Hin þriðja á þessum lista í ágústlok 2012 var Vitra nr. 622 í Reykjahlíð á Skeiðum í Árnessýslu. Hún mjólkaði 12.326 kg sl. 12 mánuði. Alls náðu 16 skýrslufærðar kýr að fara yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum, jafn margar og í júlí. Af þeim mjólkuðu 5 yfir 12.000 kg og þar af ein sem náði að fara yfir 14.000 kg og hljóta það að teljast tíðindi.
Niðurstöður skýrsluhaldsins
Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.891,8 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.633 kg sl. 12 mánuði, sem er 9 kg hærri nyt en reiknaðist í síðasta uppgjöri. Hæsta meðalnytin við lok júlí var á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 7.884 kg eftir árskú en þar voru einnig hæstar meðalafurðir í mánuðinum á undan. Næst á eftir kom búið á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en þar var nytin 7.666 kg en það bú var einnig nr. 2 síðasta mánuði. Þriðja búið á listanum var í Miðdal í Kjós en þar voru meðalafurðirnar 7.730 kg eftir árskú, en það bú var einnig í þriðja sæti í síðasta mánuði þannig að nú hefur röð þriggja hæstu búanna ekki breyst frá uppgjörinu á undan.
Blíða trónir enn á toppnum
Á 22 búum fór meðalnytin yfir 7.000 kg eftir árskú en á 21 búi í mánuðinum á undan. Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var hin sama og næstu sjö mánuði á undan, Blíða nr. 1151 í Flatey á Mýrum, A-Skaft., nyt hennar síðastliðna 12 mánuði var 14.276 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var einnig kýr í Flatey, Laufa nr. 1089, en hún mjólkaði 12.794 kg og var í þriðja sæti á þessum lista í júlí. Hin þriðja á þessum lista í ágústlok 2012 var Vitra nr. 622 í Reykjahlíð á Skeiðum í Árnessýslu. Hún mjólkaði 12.326 kg sl. 12 mánuði. Alls náðu 16 skýrslufærðar kýr að fara yfir 11.000 kg á síðustu 12 mánuðum, jafn margar og í júlí. Af þeim mjólkuðu 5 yfir 12.000 kg og þar af ein sem náði að fara yfir 14.000 kg og hljóta það að teljast tíðindi.
Niðurstöður skýrsluhaldsins