Beint í efni

Niðurstöður afkvæmarannsókna á hrútum hjá búnaðarsamböndunum haustið 2010

20.04.2011

Nú er búið að safna saman niðurstöðum úr öllum afkvæmarannsóknum á hrútum sem unnar voru á vegum búnaðarsambandanna haustið 2010. Umfang rannsóknanna var meira en nokkru sinni.

Þær voru unnar á nær 300 búum og yfir 2500 afkvæmahópar undan hrútum sem þar fengu sínar niðurstöður.  Í yfirlitinu sem birt er þá eru allar tölulegar upplýsingar fyrir alla afkvæmahópanna. Einnig er stutt umfjöllun um toppgripina í hverri rannsókn. Með að smella hér er hægt að skoða þetta allt.  Um leið er minnt á að hliðstæðar niðurstöður fyrir fyrri ár er þarna að finna nær áratug aftur í tímann.  Þarna má því skoða ræktunarsögu á mörgum af öflugustu fjárbúum landsins síðasta áratuginn.