Niðurstaða að nást varðandi landbúnaðarstyrki ES til nýrra aðildarlanda?
22.11.2002
Frakkar og Þjóðverjar hafa gert samkomulag um hvernig standa eigi að landbúnaðarstuðningi ES á komandi árum. Talið er að samkomulagið hafi mikla þýðingu fyrir heildarstefnu ES í landbúnaðarmálum, þar sem Þjóðverjar greiða landa mest til landbúnaðar og Frakkar fá mest hlutfall allra landa.
Í samkomulaginu kemur fram að nýju aðildarlöndin fái 25% af núverandi styrkjum Evrópusambandsins og styrkirnir vaxi ár frá ári fram til ársins 2013, þegar þeir verða orðnir jafnháir og önnur lönd innan ES fá. Á sama tíma munu árleg heildarútgjöld til landbúnaðarmála aukast úr tæplega 4.000 milljörðum í rúmlega 4.200 milljarða. Misjafnt er eftir búgreinum hverjir styrkirnir verða, en útlit er fyrir að áhrif á mjólkurframleiðslu verði ekki veruleg/SS.
Heimild: Dansk Kvæg